Gljúfurá er dragá í Húnaþingi á Norðvesturlandi, mitt á milli Víðidals og Vatnsdals. Upptök árinnar eru í Gljúfurárbotnum sunnarlega í Víðidalsfjalli og rennur hún um 28 km leið og fellur í stöðuvatnið Hópið á milli jarðanna Miðhóps og Hólabaks. Gljúfuráin rennur í dalverpi austan Víðidalsfjalls og sameinast á leið sinni minni ám og lækjum s.s. Rófuskarðsá, Svínadalsá og Selkvísl.
Veiðisvæði árinnar er um 10 km langt og mjög fjölbreytt. Neðsti hluti hennar ríflega 1 km liggur frá veiðihúsinu Gljúfurholti niður í ósinn við Hópið. Þar rennur áin um grjóteyrar og gróna bakka. Frá veiðihúsinu og uppfyrir brú á þjóðvegi rennur áin í miklum gljúfrum sem hún ber nafn sitt af. Frá þjóðvegi og þar til komið er fram í Víðidalsfjall skiptast á flúðir og malareyrar. Þegar komið er fram fyrir heiðargirðingu í Víðidalsfjalli hægir aftur á ánni og hún rennur í skemmtilegum strengjum og breiðum. |
Veiðivegur fylgir ánni frá ósi og merktir veiðistaðir eru 28 samkvæmt veiðikorti (sjá hér að neðan). Ofan merktra veiðistaða er víða ágæt veiðivon þegar líður á sumarið. Með veiðileyfum í Gljúfurá fylgir jafnframt stangveiði í Hópinu fyrir 2 stangir.
Áin er skemmtileg og fjölbreytt tveggja stanga á sem hentar frábærlega fyrir fjölskyldur og litla hópa. Frá því áin var gerð fiskgeng með þremur laxastigum árin 1991 og 1992 hefur meðal laxveiði numið 65 löxum árlega. Flestir urðu laxarnir 150 árið 2005.
Auk laxveiðinnar getur verið frábær bleikjuveiði í neðsta hluta árinnar þar sem hún rennur í Hópið. Í seinni tíð hefur veiði á urriða og sjóbirting stóraukist við ósinn.
Áin er skemmtileg og fjölbreytt tveggja stanga á sem hentar frábærlega fyrir fjölskyldur og litla hópa. Frá því áin var gerð fiskgeng með þremur laxastigum árin 1991 og 1992 hefur meðal laxveiði numið 65 löxum árlega. Flestir urðu laxarnir 150 árið 2005.
Auk laxveiðinnar getur verið frábær bleikjuveiði í neðsta hluta árinnar þar sem hún rennur í Hópið. Í seinni tíð hefur veiði á urriða og sjóbirting stóraukist við ósinn.
[email protected] - Tel. +354 8930 120 - Address: Hólabak, 541 Blönduós, Iceland