Afnot af veiðihúsinu Gljúfurholti fylgja með veiðileyfum. Húsið stendur á austurbakka árinnar um 2 km, neðan þjóðvegar.
Húsið er rúmgott og vel búið. Þrjú svefnherbergi eru í húsinu, tvö tveggja manna og eitt eins manns. Eitt sameiginlegt baðherbergi. Húsið er hitað með hitaveitu og heitur pottur er við húsið. Ljósleiðari hefur verið lagður í húsið og frítt wifi fylgir með afnotum af húsinu. Öll hefðbundin eldhúsáhöld, grill, sængur og koddar fyrir 5 manns, eru til staðar.
Gert er ráð fyrir að gestir þrífi eftir sig sjálfir og komi með rúmfatnað og handklæði. Ræstivörur eru til staðar í húsinu.
Hægt er að kaupa þrif sérstaklega og uppbúin rúm með handklæðum (þarf að panta sérstaklega).
Verð fyrir slíka þjónustu (sumarið 2025): Rúmföt og handklæði 5.000 kr. á mann, þrif á veiðihúsi 25.000 kr. á holl.
Athugið að ekki er leyfilegt að vera með hunda eða önnur gæludýr í veiðihúsinu nema að fengnu leyfi og lausaganga hunda án eftirlits við ána er bönnuð.
Húsið er rúmgott og vel búið. Þrjú svefnherbergi eru í húsinu, tvö tveggja manna og eitt eins manns. Eitt sameiginlegt baðherbergi. Húsið er hitað með hitaveitu og heitur pottur er við húsið. Ljósleiðari hefur verið lagður í húsið og frítt wifi fylgir með afnotum af húsinu. Öll hefðbundin eldhúsáhöld, grill, sængur og koddar fyrir 5 manns, eru til staðar.
Gert er ráð fyrir að gestir þrífi eftir sig sjálfir og komi með rúmfatnað og handklæði. Ræstivörur eru til staðar í húsinu.
Hægt er að kaupa þrif sérstaklega og uppbúin rúm með handklæðum (þarf að panta sérstaklega).
Verð fyrir slíka þjónustu (sumarið 2025): Rúmföt og handklæði 5.000 kr. á mann, þrif á veiðihúsi 25.000 kr. á holl.
Athugið að ekki er leyfilegt að vera með hunda eða önnur gæludýr í veiðihúsinu nema að fengnu leyfi og lausaganga hunda án eftirlits við ána er bönnuð.